Um Kadaza      Hafa Samband     Hjálp     Valferli vefsvæða     Vefstjórar     Markmið okkar     Persónuvernd     Skilmálar

Hjálp

Þarf ég að nýskrá mig til að nota Kadaza? Nei. Við viljum að Kadaza sé eins einföld í notkun og hægt er. Þú þarft ekki að hafa fyrir því að skrá þig inn, nýskrá þig eða færa inn aðgangsorð. Samt sem áður þarf vafrinn þinn að vista vefkökur til að þú getir notað upphafssíðuna þína á Kadaza. Ef ske kynni að skjáborðið þurrkist út í hvert sinn sem þú ferð á Kadaza getur verið að vefkökurnar séu ekki vistaðar sjálfkrafa. Þú getur breytt þessari stillingu í valmyndinni í vafranum þínum.

Hvernig get ég sérsniðið upphafssíðu Kadaza? Þú getur sérsniðið Kadaza til að hún henti kjörstillingunum þínum. Ef þú kýst frekar Visir.is en mbl.is geturðu skipt myndmerki mbl.is út fyrir myndmerkið Visir.is. Þetta er mjög einfalt og þú getur einnig fært myndmerkin til ef þú vilt setja þau eitthvert annað. Smelltu á græna Sérsníðunar tengilinn á upphafssíðunni. Smelltu á blýantinn í þeim glugga sem þú vilt breyta. Þú munt sjá glugga þar sem þú getur fært inn nafn annars vefsvæðis. Leitaðu að vefsvæðinu sem þú vilt bæta við. Athugaðu að þú þarft aðeins að færa inn nafnið og viðbótina, til dæmis „youtube.com“ og smella á Leit. Að lokum skaltu velja rétta tengilinn í leitarniðurstöðunum. Einnig er hægt að sérsníða upphafssíðuna með litum, mynstrum og myndum og breyta útliti Kadaza samstundis. Smelltu á upphafssíðuna í stillingar.

Hvernig get ég sérsniðið Kadaza í fartækinu? Þú getur sérsniðið fartækjaútgáfuna til að hún henti þér betur. Smelltu á Blýantinn til að breyta reitunum. Smelltu á táknið draga til að færa myndmerkin til ef þú vilt hafa þau annarsstaðar.

Hvernig get ég notað Kadaza sem upphafssíðuna mína? Kadaza er hönnuð sem upphafssíða til að þú getir fundið öll eftirlætisvefsvæðin á fljótan og einfaldan hátt. Þú getur sett Kadaza sem upphafssíðuna þína hér. Veldu vafrann hér fyrir neðan til að fá almennar leiðbeiningar um hvernig þú getir breytt upphafssíðunni þinni. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum eftir geturðu notað hvaða síðu sem er sem upphafssíðuna þína.

Google Chrome

Firefox

Internet Explorer

Safari

Edge

Er Kadaza ókeypis? Já, Kadaza er algjörlega ókeypis.

Get ég notað Kadaza í farsímanum mínum? Farsímasíðan m.kadaza.is er hönnuð til að hægt sé að skoða hana í fartækjum. Þú skalt einfaldlega fara á m.kadaza.is í vafra farsímans til að fá Kadaza hvar sem er, sama hvaða tæki þú notar. Ótrúlega fljótleg leið til að fletta á netinu í farsímanum!

Þegar þú opnar farsímavafrann geturðu strax byrjað að nota Kadaza. Það fer eftir símum hvernig hægt sé að bæta Kadaza tákninu við á upphafsskjáinn.

1. Farðu á m.kadaza.is í farsímavafranum.

2. Smelltu á táknið í efra horninu til hægri og fylgdu leiðbeiningunum eftir.

Þegar ég endurræsi tækið hverfur sérsniðna Kadaza-upphafssíðan mín! Hvers vegna? Þú getur notað tvær leiðir til að tryggja að sérstillingarnar þínar séu vistaðar.

1. Ef sérsniðna upphafssíðan hverfur í hvert sinn sem þú ferð á Kadaza getur verið að vefkökurnar séu ekki vistaðar sjálfkrafa eða að þeim sé eytt sjálfkrafa þegar þú lokar vafranum.  Þú getur breytt þessari stillingu í valmynd vafrans þíns.

Sjáðu leiðbeiningarnar um hvernig þú getur stjórnað vefkökum vafrans þíns:

Google Chrome

Internet Explorer

Firefox

Safari

2. Sérsniðna upphafssíðan þín er sjálfkrafa vistuð í vefköku. Við mælum samt sem áður með að þú búir til sérstaka vefslóð fyrir Kadaza sem inniheldur stillingarnar þínar. Í vefslóðinni er að finna allar kjörstillingarnar þínar, án tillits til hvort þú hreinsar skyndiminni vafrans þíns. Smelltu á tengilinn Deila á upphafssíðunni. Með því að smella á tengilinn býrðu til sérstaka vefslóð fyrir Kadaza sem inniheldur stillingarnar þínar. Þú getur sett þessa vefslóð upp sem upphafssíðuna þína eða afritað hana og notað sem bókamerki. Þegar þú notar þessa vefslóð verða allar stillingarnar þínar notaðar þegar þú ferð næst á Kadaza.

Get ég vistað sérsniðnu upphafssíðuna mína? Sérsniðna upphafssíðan þín er sjálfkrafa vistuð í vefköku. Við mælum samt sem áður með að þú búir til sérstaka vefslóð fyrir Kadaza sem inniheldur stillingarnar þínar. Í vefslóðinni er að finna allar kjörstillingarnar þínar, án tillits til hvort þú hreinsar skyndiminni vafrans þíns. Smelltu á tengilinn Deila á upphafssíðunni. Með því að smella á tengilinn býrðu til sérstaka vefslóð fyrir Kadaza sem inniheldur stillingarnar þínar. Þú getur sett þessa vefslóð upp sem upphafssíðuna þína eða afritað hana og notað sem bókamerki. Þegar þú notar þessa vefslóð verða allar stillingarnar þínar notaðar þegar þú ferð næst á Kadaza.

Þegar ég smelli á myndmerki opnast nýr gluggi. Hvernig get ég verið viss um að tengillinn opnist í sama glugga? Smelltu á tengilinn stillingar á upphafssíðunni. Þú getur breytt stillingunni á þessari síðu.

Ég vil færa inn aðra sjálfgefna leitarvél í leitarstikuna. Hvernig get ég breytt leitarvélinni? Smelltu á tengilinn stillingar á upphafssíðunni. Þú getur breytt sjálfgefinni leitarvél á þessari síðu.


Deildu áliti þínu, athugasemdum og ábendingum með okkur: Smelltu hér.

► Aftur á upphafssíðu

► Hafa Samband

► Valferli vefsvæða

► Hjálp


→ Setja sem upphafssíðuna mína

→ Yfirlit yfir allar Kadaza-síðurnar

→ Alþjóðlegt


yes  Vertu með okkur á Facebook

 

Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú að við og Google megum nota kökur til að birta auglýsingar og greina umferð. Vefsíðan okkar er studd af tengdum forritum, eins og samstarfsverkefni frá Amazon og eBay, sem gerir það að verkum að við fáum nefndarmönnum að vinna sér inn fyrir aðgang að vefsvæðum. Persónuvernd